Fuck it!!!

Nú er ég fukking brjáluð út í þetta blogg, er þrisvar búin að skrifa nær sömu færsluna og svo BÚMM, allt í einu dettur hún alveg út, og allt hverfur. Ég er þrjósk, en djöfull maður, ég er ekki svona þrjósk, nenni ekki að sitja eins og fífl fyrir framan eitthvað tæki sem ákveður bara að detta út, þegar því hentar, svo ég gefst upp..... í kvöld....

Veit ekki hvort ég nenni að reyna við þessa færslu aftur, á fyrir höndum marga daga með tvöföldum vöktum og svo góða djammhelgi, og svo er ég bara farin til Barcelona til að hafa það gott. Svo líklega á ég ekki eftir að skrifa mikið næstu dagana/vikurnar.

Segið mér samt, er þetta að koma fyrir ykkur? Dettur allt út, þegar þið eruð búin að sitja og skrifa kannski í korter eða svo....? Eða kemur þetta einhverntímann fyrir? Djö.... fer þetta í taugarnar á mér. Og ekki á þær bætandi.

Jæja, játa mig sigraða í kvöld fyrir tölvufíflinu, er farin að sofa.

Djö..., helv...., andsk..... tölvuheimur..... Devil


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Mjög gott ráð er að afrita færslurnar, reyndar hverfa þær aldrei hjá mér, get meirað segja óvart klikkað á aðra síðu og bakkað aftur á færsluna mína alveg eins og hún var þegar ég skildi við hana....
Öfundsvert, ég veit!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 6.6.2008 kl. 00:49

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þessvegna reyni ég að skrifa mitt blogg í Word skjali og afrita það og skeyti því hingað, svona yfirleitt þ.e.a.s ég nenni að skrifa mikið   En annars, góða ferð og skemmtun í Barcelona.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.6.2008 kl. 01:02

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

gerist ekki hjá mér....en komment hverfa.  Njóttu daganna framundan

Hólmdís Hjartardóttir, 6.6.2008 kl. 01:14

4 Smámynd: Beturvitringur

Ég, hin dagfarsprúða manneskja, lenti oftar en einu sinni í þessu áður en ég ákvað að slá ekki beint inn. M.a.s. þegar ég "vista" eða "vista og birti" afrita ég textann, EF vera kynni. Þannig hefur nefnilega líka allt horfið og þá hef ég roðnað og bölvað (í hljóði, er svo prúð)

Sama sagan þegar ég skrifa aths hjá fólki. Einu ráðleggingarnar eru:

AFRITA, AFRITA, AFRITA, svo maður endi ekki gargandi framan við skjáinn og sé á mörkum að hrækja á skjáinn og mölva lyklaborðið

muna, muna, muna: Ctrl+C   /  Ctrl+C

Beturvitringur, 6.6.2008 kl. 01:26

5 identicon

Þetta kemur ekki fyrir hjá mér 7-9-13, enda er ég á öðrum vígstöðvum en þú. Þar er það helst að pirra mann að það er stundum eitthvað rugl á því að maður geti tengt frétt við færsluna sína (tja, eða öfugt öllu heldur ;) ).

Ég vona innilega að þetta fari ekki langt með taugarnar í/á þér. Og í Gvöðana bænum ekki láta þetta eyðileggja, hvorki, djamm eða Barcelona.

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 01:48

6 identicon

Hohoho, get sko vel séð systur mína fyrir mér núna ... í þessum fína and... helv... djö... ham. Skil þig samt, örugglega geðveikt pirrandi og ekki á taugarnar bætandi. Eniveis, hlakka til að djamma með þér annað kvöld. Verður gaman að klæða sig upp, borða góðan mat, drekka gott vín, tala og tala, hlæja og hlæja, kíkja á pöbba, taka skot, dansa ... og allt þetta í góðum félagsskap, besta félagsskapnum sem ég get hugsað mér á afmælisdaginn minn.

Vona að skapið batni samt fyrir annað kvöld ... ef ekki, take a chill pill ;)

Tóta sis (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 11:04

7 Smámynd: Helga Linnet

Þetta hefði verið áhrifaríkara ef þú hefðir skrifað þetta með hástöfum...þá hefði ég þurft að fá mér eyrnatappa

Hef lent í þessu en veistu....ég hef séð ráð við þessu....

þegar ég er komin með dágóðan pistil, þá geri ég: "Ctrl+A (þá verður allt blátt) og svo Ctrl+C" þá afrita ég allt og ef eitthvað fer, þá á ég það í "paste". Þetta heitir að vera forsjáll  Þetta geri ég svo líka í lokin áður en ég vista því oft klikkar þetta í vistuninni.

Helga Linnet, 6.6.2008 kl. 14:36

8 Smámynd: Beturvitringur

Nú hlýtur Lilja að fara að róast og taka gleði sína á ný (*_*) Maður krumpast alveg eftir að langur og mjög gáfulegur pistill hverfur í veröld stöku sokkanna (sem enginn veit hvert fara :)

Beturvitringur, 6.6.2008 kl. 15:03

9 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Takk öll sömul fyrir að vera svona sæt og gefa mér góð ráð.

Róslín, tölvunörd með meiru: Þú verður endilega að kenna mér þetta bévítans trikk sem þú kannt en ekki ég.

Jóna Kolbrún: Ég er hætt að hlæja að því, að þú skrifir færslurnar þínar í Word, þetta er sú aðferð sem er líklegast að ég taki upp.

Hólmdís: Sem betur fer hverfa commenting mín aldrei, enda með eindæmum gáfuleg komment…..

Beturvitringur: Ég hef tekið gleði mína after, enda stoppar pirringurinn yfirleitt ekki lengi í mínum húsum. Þar sem pistlar mínir eru alltaf svo gáfulegir, geta líklega allir skilið skapvonsku mína í gærkvöldi…… (DJÓK, að sjálfsögðu).

Guðmundur: Ég er fegin að færslurnar þínar hverfa ekki, því mér finnst mjög skemmtilegt að lesa þær og þær eru oft skemmtilegt innlegg í umræður og málefni líðandi dags.

Búkolla: Ég geng ALDREI hægt, og hvað þá um gleðinnar dyr. Ég er týpan sem ítrekað labba á rafrænar hurðir því þær opnast ekki nógu hratt fyrir mig!!

Helga mín: Ég sé að þú hefur fangað stemmninguna og líðan hjá stúlkukindinni í gærkvöldi…. Þú hefðir ekki átt nógu öfluga eyrnartappa ef ég hefði skrifað í hástöfum !! Believe me. Varðandi kennslu þína, þá held ég að ég sé of blond til að geta tekið hana upp, og of paranoid til að trúa því, að færslan mín geymist í einhverju paste-dæmi á meðan ég er að gera eitthvað annað.

Og síðast en ekki síst, elsku Þórunn systir mín: Ég hlakka sko líka ógeðslega til að djamma með þér á morgun. Djöfull ætlum við að hafa það skemmtilegt, (fyrirgefið blótið, það er hluti af mínum karakter….) Við eigum sko eftir að skemmta okkur rosalega vel!!! Það er heiður fyrir mig, að fá að eyða afmælisdegi þínum með þér og þínum manni I love you!!  

Lilja G. Bolladóttir, 7.6.2008 kl. 02:26

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ég er fúlust þegar ég er búin að skrifa eitthvað brilljant og setja myndir með og eyða í þetta tja..kannski 30 mín, svo kemur upp ,,Vefköku vantar vinsamlega skráðu þig inn aftur" ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.6.2008 kl. 13:50

11 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Lilja mín, ég myndi kenna þér það ef það væri eitthvað trikk, tölvan mín er bara svo vitlaus að ég get endalaust leikið svona á hana.. eða hún á mig

Róslín A. Valdemarsdóttir, 8.6.2008 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband