Eldur laus og góð helgi..... yeah!!!!

Ó jæja, rétt að kvitta inn eftir ógeðslega góða afslöppunarhelgi í sumarbústað. Í þessum sumarbústað var ekki til klukka, engin vinna og engin börn. Það var borðað þegar maginn sagði já, opnuð góð vínflaska þegar heilinn sagði já, sofið þegar maður var þreyttur og vakað þegar maður var glaður. Ekki skemmdi fyrir góður félagsskapur Mr. K. sem tókst að fullkomna helgina. Af hverju getur ekki lífið bara verið svona, en líklega er það vegna þess að svona helgar eru algjört stílbrot í hversdagsleikann, sem þær eru svona góðar Sideways

Og svo er komið sunnudagskvöld, og ég get farið að kvíða nýrri vinnuviku. Ekki af því að mér þyki vinnan mín leiðinleg, en það er bara svo miklu skemmtilegra og betra að vera í fríi..... Tounge

Við vorum í seinna fallinu heim í kvöld, af ýmsum (góðum) ástæðum. Ég undraði mig aðeins á hvíta rykinu sem þakkti teppið í stigaganginum mínum, á leiðinni upp með draslið mitt. En ekkert mikið. Ég var svo sem ekki mikið að spá í þetta. Þar til ég hitti dóttur nágranna míns, sem tilkynnti mér, að eldur hefði kviknað í íbúð foreldra hennar fyrr í dag. Út frá þvottavélinni þeirra. Það hafði víst verið pínu action, bæði slökkvilið, lögregla og sjúkrabílar mætt á vettvang..... minn unglingur sem átti að vera heima að læra, hafði samt ekki tekið eftir neinu....??? Spurning hvað hann var að gera á þessum tíma.....Errm

Þetta mun vera í þriðja skiptið síðan ég flutti inn fyrir nákvæmlega tveimur árum, sem eldur kviknar í stigaganginum okkar. Ætli ég sé "save" hérna?? Ég verð auðvitað að taka það fram, að mínir uppáhaldsnágrannar slösuðust ekkert... sem betur fer.

Jæja, stigagangurinn verður þrifinn á morgun, og ég held að við séum að fá magnafslátt á djúphreinsingu af teppum, það hlýtur bara að vera..... Það verður allavega leitun að hreinni teppum en í stigaganginum okkar.... Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Gott að helgin var svona góð, verra með eldsvoðann.  Gangi þér vel að hætta!!!

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.4.2008 kl. 02:28

2 Smámynd: Helga Linnet

Það er alveg að koma að svona afslöppun hjá mér....þegar ég skelli mér til London....með mínum heitt elskaða...Barirnir verða kannaði, siglt á Thames, leitin að besta veitingahúsi Lundúna er enn í gangi. Var að vonast til að fá allavega eitt ákveðið par með okkur í þessa afslöppunarhelgarferð  Bíð eftir að panta hótel þar til þau hafa gefið svar!

Gosh...hlakka til.  Það verður stíf keyrsla....við að njóta lífsins, drekka gott rauðvín og borða góða djúsí nautasteik

Gangi þér vel að hætta að reykja...ég er svo heppin að vera laus við svona fíkn. (það er þá bara eitthvað annað í staðinn)

Helga Linnet, 28.4.2008 kl. 11:12

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Greinilega helgi eins og helgar eiga að vera.

Hólmdís Hjartardóttir, 28.4.2008 kl. 12:23

4 identicon

... en lífðið er bara ekki svona. Eða er það svona?

Guðmundur (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband