Fyrir hvern er hver, einhver og sumhver að vinna?

Ekki var ég á staðnum þarna, heldur sá bara myndir í sjónvarpinu eins og langmestur meirihluti landsmanna. Það er ekki spurning að mörgum finnist lögreglan hafa gengið of harkalega fram og hálfgerð múgæsing (bæði innan raða lögreglumanna og hinna) hafi myndast. Hitt er hins vegar staðreynd, að lögreglan eru opinberir starfsmenn að sinna sínu starfi, oft eftir fyrirmælum sem þeir hafa lítið að segja um, og það er ólöglegt að hindra þá í starfi - á hvaða hátt sem er.

Ég var, eins og áður sagði, ekki á staðnum og get lítið tjáð mig um það sem gerðist þar, annað en það sem valið var að við fengjum að sjá. Hins vegar vil ég tjá mig um viðtölin sem ákveðið fólk var fengið í, bæði í Ísland í dag og í Kastljósinu.

Fyrst horfði ég á Ísland í dag á Stöð 2 og þar á bæ var greinilegt, að menn stóðu frekar gegn lögreglunni í þessum aðgerðum, heldur en með. Fannst mér að minnsta kosti. Líklega vegna þess að sá miðill er ekki ríkisrekinn og þarf ekki að svara fyrir málflutning sinn að sama skapi og RÚV þarf. Ekki það, að mér hafi fundist neitt að því. Mér finnst alveg sjálfsagt að einhver miðill taki að sér að veita aðhald, hvort sem það er lögreglunni eða öðrum. Allir geta gert betur, og allir eiga að læra af gjörðum sínum og það á ekki að hlífa lögreglunni frekar en öðrum opinberum stéttum, eða í það heila, hvaða stétt sem er.

Hjá RÚV fannst mér flutningurinn frekar hallast að málstað lögreglunnar, þótt hann hafi eflaust átt að vera hlutlaus. Jóhanna Vilhjálms fannst mér, næstum opna samtal sitt við Sturlu, talsmann vörubílsstjóra, á ásakandi hátt og kom þannig mjög æstum manni fyrir, í mikla varnarstöðu. Það kom lítið af viti út úr þessu viðtali, að mínu mati, bæði vegna spurninga Jóhönnu og þó mest vegna þess hve æstur Sturla var. Hann svaraði alls ekki spurningunum sem fyrir hann voru lagðar, heldur hjakkaðist í sama farinu sífellt, um að þetta væri allt ríkisstjórninni að kenna. Hann var "upptjúnnaður" áður en hann mætti í hús og sagði lítið af viti. Mér finnst reyndar að bílstjórar ættu að gera sjálfum sér greiða, og finna annan talsmann fyrir sig, vegna þess að Sturla kemur ekki vel fyrir. Segir fátt málefnalegt og virkar bara of æstur í öllum sínum málflutningi.... að mínu mati. Hann ásakar bara hingað og þangað, er með rifrildis- og æsingstón í röddinni og kemur sér aldrei að aðalefninu. Að saka ríkisstjórnina um að þvælast um hvippinn og hvappinn finnst mér ekki koma baráttu vörubílsstjóra við, málefni okkar á Íslandi snúast um fleiri hluti en olíverð og álögur á það, og það væri líka ábyrgðalaust af ríkisstjórnarmönnum að einblína eingöngu á það á meðan svo margt er að gerast í heims- og efnahagsmálum. Það er líka mikilvægt að styrkja bæði viðskiptasambönd og þjóðarsambönd á ýmsan hátt, sem er ástæða þessa þvælings ríkisstjórnarmanna og fleiri á milli landa. Það er alveg öruggt, að það er ekki vegna þess að þeim finnist gaman að vera á eilífum þvælingi, fjarri ástvinum, gistandi á hótelum og bíðandi á flugvöllum hingað og þangað um heiminn. (Segi ég bara af þekkingu, sem dóttir embættismanns í þessu þjóðfélagi....) Án þess að ég sé að afsaka andvaraleysi þeirra í nákvmælega þessu máli, en við verðum samt að horfa á það, að þessir menn vinna oft 16 tíma vinnudag og þurfa líklega eins og aðrar stéttir að forgangsraða verkefnum sínum. Jóhanna Vilhjálms á hins vegar lof skilið fyrir það, að halda ró sinni í þessu viðtali - ég hefði átt erfitt með að sitja á móti jafn ómálefnalegum manni og mér finnst Sturla vera. Ætli RÚV sé að einhverju leyti ritskoðuð???

Heldur bætti Helgi Seljan í seglin þegar hann þjarmaði ofurlítið að aðstoðarlögreglustjóra, en hann gerði það vel. Og að sama skapi fannst mér Hörður svara vel. Hann sagði að allar aðgerðir lögreglunnar þyldu skoðun og skoðað yrði hvort þeir hefðu brugðist of harkalega við. Mér fannst þetta gott viðtal og mun málefnalegra heldur en uppsöfnuð reiði Sturlu nokkrum mínútum fyrr.

Á Stöð 2 var greinilegt, að þeim fannst aðgerðir lögreglu of harkalegar, og mér finnst það líka fínt að það skíni í gegn í þeirra fréttaflutningi. Þeir eru ekki háðir neinum, hvorki pólitískt né á annan hátt, svo þeir mega líklega hafa aðeins óhlutlausari skoðun heldur en kollegar þeirra hjá ríkisapparatinu. Og mér fannst líka Stöð 2 opnari og sanngjarnari í sínum málflutningi. Þeir leyfðu mörgum að tala, sýndu bæði myndir af agressivum lögreglumönnum og eggjakastandi mótmælendum. Mér fannst við fá réttari mynd af því sem gerðist, hjá Stöð 2.

En svo ég fái að segja mína skoðun..... Það er rétt hjá Birni Bjarnasyni, sem mér fannst reyndar koma óvenjuvel út úr sínu viðtali, að ríkisstjórnin getur ekki stjórnað heimsmarkaðsverði á olíu. EN HÚN GETUR LÆKKAÐ SÍN OPINBERU GJÖLD Á ÞESSA VÖRU, og það er það sem þetta snýst um og sem ríkisstjórnin bara blakar eyrum við. Mér finnst GEIR H. HAARDE hafa komið illa út úr þessu máli, bæði er hann lítið að skipta sér af þessu, sem klárlega hefur mjög negatív áhrif á afkomu margra heimila og svo talaði hann líka af þjósti og á niðurlægjandi hátt í garð bæði vörubílsstjóra og okkar allra, í þetta eina skipti sem hann opnaði munninn um þessar aðgerðir. Árni fjármálaráðherra hefur heldur ekki riðið feitum hesti í þessum aðgerðum, að mínu mati. Hann bara heldur áfram að kjafta sig út úr öllu, eins og hann hefur ávallt gert með allt annað. Og samgöngumálaráðherra má líka fá smá sneið..... hvað er hann eiginlega að gera annað en að plana einhver göng hingað og þangað um landið þar sem fáar hræður búa?? AF HVERJU ER ENGINN Í RÍKISSTJÓRNINNI AÐ TAKA ÞETTA MÁL ALVARLEGA???

Er það kannski svo, eins og bílstjórar segja, að þessir menn eru bara að sinna því sem þá skiptir mestu máli, en eru að láta sig það litlu varða, þótt heimili og fyrirtæki séu að verða gjaldþrota vegna þeirra aðgerðarleysis? Af hverju í ósköpunum snýst allt um það að bjarga bönkunum, BÖNKUNUM, sem í mörg ár hafa hagnast á okkur öllum hinum..... af hverju ekki AÐ BJARGA OKKUR? Okkur sem nú borga laun þessarra ráðamanna og blæða fyrir allt, hvort sem það eru bankarnir eða ríkisstjórnin sem gera afglöp??

Já, ég bara spyr..... og þótt það skíni líklega ekki í gegn  í þessum pistli, þá ER ég sjálfstæðiskona, en meira að segja sjálfstæðiskonu getur verið nóg boðið..... Devil   


mbl.is Mótmælin fóru úr böndunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Geindarleg úttekt á þessu finnst mér. Reyndar finnast mér báðir aðilar líða nokkuð fyrir alvarlegan greindarskort - málefnafátækt er rosalega áberandi, of margir í báðum fylkingum ekki starfi sínu vaxnir. Satt að segja fékk ég aumingjahroll að fylgjast með þessum upphrópunum: "Gas,gas,gas,gas" og svo hinumegin: "þið eruð fokkings ruglaðir" eða eitthvað ámóta. Mér finnst nú ekkert skína út úr þessu hjá þér að þú sért sjálfstæðismaður - og þó svo væri, finnst mér þetta ekki flokkspólitískt mál.

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 23:37

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Góður pistill. Ég heyrði múgæsingu menntaskólanema á Laugaveginum...förum og berjum fockings logguna. Slík múgæsing hjálpar ekki bílstjórum. Sturla er ekki góður talsmaður til þess er hann of "tjúnaður" Ég held að það hafi ekki verið bílstjórar sem hentu grjóti eða eggjum. En Lögreglan verður að fara vel yfir sín mál....en þeir fara eftir skipunum að ofan.

Hólmdís Hjartardóttir, 24.4.2008 kl. 01:08

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég sá bara stöð 2 og þótti mér lögreglan fara fram með allt of miklum látum, saklausir áhorfendur fengu piparúða í augun, ungt fólk sem hafði sig ekkert frammi.  Ég held að lögreglan miðað við fjölda þeirra og græjur, hafi átt að berja á mótmælendum og láta þá finna hver hefur valdið.   Það er nú bara mín skoðun

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.4.2008 kl. 01:14

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Lilja. Ég held að þú sért fyrst og fremst sjálfstæð kona. Ágætur pistill!

Haraldur Bjarnason, 24.4.2008 kl. 09:19

5 Smámynd: Helga Linnet

 TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN LILJA.  sendi koss og knús á þig í rafrænu formi. njóttu dagsins kæra blogg-vinkona

Helga Linnet, 24.4.2008 kl. 11:47

6 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Góður pistill hjá þér að vanda. Gaman að lesa hvernig þú setur þínar skoðanir fram.

Bestu óskir um gleðilegt sumar og mikið grillveður

Guðrún Þorleifs, 24.4.2008 kl. 13:38

7 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Gleðilegt sumar

Margrét St Hafsteinsdóttir, 24.4.2008 kl. 21:33

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Er of sybbin til að lesa þetta allt núna! .. En gleðilegt sumar

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 25.4.2008 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband