Laun heimsins eru vanþakklæti

Einhverju sinni samdi ég við son minn, eða öllu heldur þá samdi hann við mig um það, að ég myndi kaupa Sýn 2 (eða Stöð 2 sport 2 eða hvað það heitir núna) og hann myndi taka algjörlega að sér uppvaskið á heimilinu í staðinn. Eitthvað hefur þetta nú farist fyrir síðustu vikurnar, ég kem yfirleitt heim og ekkert hefur verið gert í eldhúsinu, og ekkert gerist þar heldur þótt ég sé komin heim og hummi, hósti og röfli yfir aðgerðarleysinu.

Ég get svo sem alveg séð í gegnum fingur mér, þegar strákurinn hefur átt langan dag með löngum skóladegi og æfingum, en hey..... minn dagur er líka mjög langur oft á tíðum, svo af hverju á ég að gefa undan hér?

Mér varð þó svolítið um í kvöld, þegar ég bað drenginn minn um einfalda hluti, og fékk fýlusvip á móti.

Ég: Jóhann minn, ertu svo til í að sækja þvottinn okkar niður í þvottahús?

(uhumm, þvottinn okkar..... þetta eru náttúrlega meira og minna fötin hans sem eru þvegin hérna og hengd upp. Ekki það, að ég sé alltaf í skítugum fötum, en vinn náttúrlega í þannig vinnu að ég er alltaf í hvítu fötunum í vinnunni og mín föt því mjög sparlega notuð, rétt í og úr vinnu og eitthvað pínu fyrir utan það....)

Hann: Ohh, ég þarf ALLTAF að vera að gera eitthvað... (með viðeigandi fýlusvip)

Ég hugsa: Je, right, alltaf að gera eitthvað..... eins og hvað???

Ég hugsa meira: Okey, hann er með unglingaveikina, ætla bara að taka á þessu á rólega háttinn.....

Svo ég segi: Jóhann minn, af því að ég er lasin og treysti mér ekki niður....

Hann með semingi og tilheyrandi pirringshljóðum: OOOkkkeeeyy.....

Og þau voru þung skrefin fyrir unglinginn niður í þurrkherbergið og upp aftur og sami fýlusvipurinn þegar hann dömpaði taukörfunni á forstofugólfið; voila, verkefnið unnið, ekkert endilega að bera taukörfuna inn í stofu til mömmu gömlu, hún getur bara sótt körfuna hingað fram í forstofu.... - hvað þá að honum dytti í hug að brjóta tauið saman!

Ég: Takk elskan. Ertu til í að koma með körfuna hingað inn?

Hann: Bíddu, átti ég ekki bara að ná í þetta tau???

(Körfunni svo sparkað inn í stofu)

Stuttu seinna ætlaði ég að byrja á nestissmurningum....

Ég: Jónann!!!

Hann: Hvvvaaaððð? (í fýlutón)

Ég: Hvað viltu í nesti á morgun?

Hann: É'veit'a'kki

Ég: Nennirðu að koma fram og velja þér djús og hvaða mjólkurmat þú vilt?

Hann: Ohh, okey.....

Svo líður og bíður.... og hún bíður og aldrei kemur unglingurinn.....

Ég: Ertu að koma?

Hann: Dísús, ég er að klára leikinn.....

Ég alveg að missa þolinmæðina: Komdu þér hérna fram á stundinni.

(eins og ég sé að smyrja þetta nesti fyrir sjálfa mig, og hundveik í þokkabót!!)

Þung skref heyrast úr barnaherberginu; plamp, plamp, plamp....

Hann: Hvaða æsingur er þetta? Mér er alveg sama hvað ég fæ með í nesti. Smyrðu bara eitthvað.

Ég: Jóhann minn, smyrðu þetta þá bara sjálfur, ef þetta er svona rosalega erfitt fyrir þig.... það er ekki eins og ÉG ætli að borða þetta á morgun.....

Og svo kom hin vanalega ræða mæðra við vanþakklát börn sín, um allt það sem þær eru að gera og hvað þau meta það lítið og blabla, mín var svo bara krydduð því að ég væri sárveik í ofanálg, og búin að fara að versla líka svona veik, og samt að gera allt þetta fyrir hann og, og, og og.....

Minn kippti sér nú lítið upp við það....

Hann: Humm, nei, ég var ekkert að segja að ég ætlaði að gera þetta sjálfur.  (Leit svo inn í ísskápinn).... : Ég skal bara hafa svona trópí með og svona dagmál og .... getur þú ekki bara gert einhverja samloku, mér finnst svo leiðinlegt þegar ég veit hvað er á henni fyrirfram....

Þá bráðnaði nú móðurhjartað pínulítið.... nú, svo það var það sem þetta snerist um, þeim unga finnst gaman að láta koma sér á óvart. Svo kveikti kvikindið á sér inní mér....

Já, ég skal koma þér á óvart, unglingur..... héðan í frá getur þú smurt þitt eigið nesti!!! Enda löngu orðinn nógu gamall til þess. Er þetta nógu mikið á óvart fyrir þig??

Svar ekki enn komið, enda er ég, agalausa foreldrið, ekki búin að skella þessum óvænta glaðningi í fésið á unglingnum..... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Unglingar eru frábærir! Manstu? hehe gaman að rekast á þig hér Lilja.

kv. Ásta á PizzaHut sem flutti til Danmerkur og heim strax aftur

Ásta Kristín Svavarsdóttir (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 09:57

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Yfirleitt mætir mér óhreint leirtau um alla íbúð þegar ég kem heim.  Hafði ekki tíma..var svo þreytt.....og stundum það er þitt verk að sjá um þetta heimili. Þetta getur verið drepleiðinlegt.

Hólmdís Hjartardóttir, 17.4.2008 kl. 09:57

3 Smámynd: Helga Linnet

usss....þjónustustuðullinn þinn er allt of hár!!! Er drengurinn ekki að verða...eða orðinn 14 ára???

Ég hef ekki smurt nesti fyrir mín börn síðan þau voru 9-10 ára

Ég er annars í þessum pakka líka að allt sem maður biður um er eins og með Jesú...kraftaverk ef það gerist....

Svo er spurning um að "borga" krökkunum eftirágreidd "laun" (eins og við með okkar). Ekki kaupa Stöð 2, Sýn eða hvað þetta heitir fyrr en þau hafa unnið til þess í heilan mánuð....og ef þau vilja næsta mánuð að þá verða þau að halda áfram að vinna...annars gerist ekkert!!

Æ, þau eru samt svo óútreiknanleg þessar elskur....halda að þau þurfi að standa Í ÖLLU sjálf...á meðan við....tja...tjillum eða eitthvað....

Helga Linnet, 17.4.2008 kl. 13:40

4 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég kannast við þetta frá hans hlið!
Þú verður samt að segja þetta við hann á endanum, það yrði bara fyndið að sjá viðbrögðin!!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 17.4.2008 kl. 15:27

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Velkomin í hópinn, ég er með minn fimmta ungling núna, og bara tvö ár í þann síðasta  Þau eru öll svo yndisleg, og óþolandi líka.  En maður harkar þetta af sér og svo komast þau yfir þetta flest

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.4.2008 kl. 00:51

6 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Já, það þekkja þetta líklega allir foreldrar, en Róslín, þá mátt þú alveg taka þig á, ef þín þátttaka á heimilinu er eitthvað í áttina á þátttöku sonar míns.

Hey Ásta, en gaman að heyra í þér!! Ójá, ég man sko allt! Væri gaman að svona alvöru heyra í þér

Lilja G. Bolladóttir, 18.4.2008 kl. 02:45

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ef endirinn hefði endað með uppgjöf móðurinnar hefði ég hent mér í vegg.  Og arg, hvað þetta tekur mig til baka til áranna þegar ég var með gelgjurnar mínar.

Svo lærðist mér það sem betur fer á endanum, að ef gerðir samningar voru ekki virtir af báðum aðilum eftir nokkrar ámenningar, þá var honum rift.  Ergo: Ekki framhald á áskrift.  Aðeins þannig held ég að þau átti sig þessar elskur, þegar þau finna að orð þurfi að standa.

Baráttukveðjur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.4.2008 kl. 11:24

8 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Lilja! Ég er einmitt að taka til núna, reyndar því ég fékk þá hótun að tölvan yrði tekin úr herberginu mínu..

Róslín A. Valdemarsdóttir, 18.4.2008 kl. 13:49

9 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Sammála þér, Jenný, en for gods sake, ekki henda þér utan í THE WALL út af þessu....  Takk fyrir þitt innlegg, however, ég veit alveg hvað þú ert að tala um og ætti að taka það til fyrirmyndar..... ef ég væri fyrirmyndarmóðir......

Lilja G. Bolladóttir, 19.4.2008 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband