Hvenær ætlar ríkisstjórnin að vakna?

Mér finnst þetta frábært framtak hjá flutningabílstjórunum og það var sko sannarlega kominn tími til að einhver hópur stæði saman og efndi til aðgerða, þar sem það hefur sýnt sig að lítið þýðir að pípa í blöðin og útvarpið. Hvort þetta á eftir að breyta einhverju, á eftir að koma í ljós, og við verðum að vona að þessar aðgerðir muni hafa einhver áhrif.

Ég sat allavega þolinmóð, þetta eina skipti sem ég lenti í töfum vegna þessarra aðgerða, og þakkaði bara þessum bílstjórum í hljóði fyrir að gera það, sem við öll ættum að vera að gera.

Af hverju á ríkiskassinn að moka inn krónunum, núna þegar eldneytisverð er í hámarki? Af hverju á hann að græða, á meðan við öll erum að tapa? Hvers vegna getur ríkisstjórnin ekki sett bráðabirgðalög og tekið krónutölu af hverjum seldum líter í stað prósentu, og þar með stuðlað að lægra verði á eldsneyti og olíu? Þessum opinberu gjöldum af eldsneyti er væntanlega ætlað til þess að mæta kostnaði vegna mengunar, svifryks, við gatnagerð, malbikun og fleira í þeim dúr, en ég held að það þurfi engan snilling til að skilja það, að bílarnir menga ekkert meira þótt bensínið sé dýrara. Og þeir slíta ekki götunum meira þótt líterinn kosti þrjátíu krónum meira - bíll er bíll og úrgangurinn úr honum er sá sami þótt hann keyri fyrir dýrara brennsluefni.

Af hverju á rískisjóður að græða á því, að heimilin séu að blæða fyrir hærra olíverð ofan á ömurlegt efnahagsástand, sem meðal annars er ríkisstjórninni að kenna?? Þeir tala alltaf um að það verði að hjálpa bönkum landsins, sem moka inn stórfé í vexti, ýmiskonar kostnað og seðilgjöld af okkur almenningi - en hvenær ætla þeir að grípa til aðgerða sem munu hjálpa þeim mörgu heimilum sem eru nú þegar í vanda, og þeim sem sigla hraðbyri niður á við???

Spyr sá sem ekki skilur þetta aðgerðarleysi hjá ríkisstjórninni..... og veit ekki hvort hún styður svona stjórn í næstu kosningum.....


mbl.is „Ráðamenn vakni"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Heyr, heyr.

Takk fyrir mig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.3.2008 kl. 22:23

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég vil endilega að þjóðin rísi upp gegn háu matarverði. Nei ríkisstjórnin gerir ekki neitt a.m.k ekkert sýnilegt.

Hólmdís Hjartardóttir, 31.3.2008 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband