Ætti maður/kona að fara fyrr að sofa???....

Nú er ég aldeilis ákveðin, héðan í frá verður farið að sofa fyrir miðnætti! Um áramótin gerði ég þessu fínu heit (í hljóði, en límdi þau á örbylgjuofninn til vonar og vara); 1)fara snemma að sofa; 2)drekka meira vatn; 3)borða meira af ávöxtum; 4)gera magaæfingar.

Ég get ekki sagt að ég hafi haldið neitt af þessum áramótaheitum ennþá, en í gær horfði ég á þáttinn 60 minutes á Stöð 2, og þar var mjög svo athyglisverð frétt um svefn og svefnrannsóknir. Þar voru tekin viðtöl við lækna, sem voru að rannsaka svefn og áhrif of lítils svefns á okkar ónæmiskerfi og vitræna kerfi.

Í stuttu máli; þá er skammtímaminni okkar verra og verra því fleiri tímum af svefni sem við missum af. Það er búið að sanna það, að sofi fólk tveimur klst styttra en ráðlagt er, (7-8 tíma á sólarhring - samfellt (!)) nokkrar nætur í röð, þá gefur heilinn samskonar skilaboð og hann gefur hjá mörgum með geðtruflanir. Þ.e. að heilinn "feilar" á því að senda ýmis boðefni til framheilans, ef við erum þreytt, og gætum við því alveg sýnt einkenni þess að vera með framheilaskaða. Við verðum geðstirð, höfum minni kynhvöt, viðbragðshæfni okkar minnkar MJÖG mikið (ég vísa hér í framtakið "15 mínútur" hérna á Íslandi), geta okkar til að meta hluti réttilega minnkar og áhugi okkar á þeim efnum sem við erum að fást við dalar. Þetta eru bara nokkur af þeim atriðum, sem komu fram, en þar var farið yfir 2-3 rannsóknir fræðimanna á svefni, djúpsvefni, skorti á svefni og/eða truflunum á svefni.

Ekki minna mikilvægt er, að innkirtlasérfræðingar í Chicago hafa sýnt fram á það, að sé fólk vansvefta, er það meira svangt. Það borðar meira, vegna þess að ákveðin boðefni í heilanum senda stöðugt skilaboð sem "segja": "fylla mig, borða, fylla mig, er svangur...... " osfrv. Þannig að vansvefta fólk borðar meira en aðrir og oft án þess að vera svangt, af því að heilinn sendir þeim röng skilaboð. Ég (og örugglega allir sem þekkja mig), kannast við þetta, því ég er síétandi (þótt það sjáist ekki á holdarfarinu.... ennþá). En þetta hefur leitt til þess, að æ fleiri greinast með sykursýki af týpu II, sem áður fyrr greindist bara hjá öldruðum, offeitum og fólki með sterkum erfðavísum. Sérfræðingar segja, að fólk sem sofi minna en því sé ætlað, mæti oftar einhverri lífeðlisfræðilegri þörf með því að borða en sofa (þ.e.a.s. að bæði sendir heilinn röng boð og líka borði þeir stundum til að bæta upp fyrir þá þreytu sem þeir upplifi). Þar að auki brenglast ýmis önnur lífeðlisfræðileg starfsemi og fólk hættir að vinna úr sykri eins og það á að gera, og þar af leiðir að við erum komin með faraldur af fólki með sykursýki II, alveg eins og hinn vestræni heimur er að leiða af sér faraldur af offitu.

Í þættinum fengum við að fylgjast með "rannsóknar-fórnarlömbunum" og hvaða áhrif skortur á svefni hafði á þau, en eins tók hún Leslie, fréttaskýrandinn í 60 minutes, þátt í smá rannsókn, þar sem hennar minni, viðbragðshæfni og annað var kannað - og niðurstöðurnar voru hreint út sagt sláandi!!!

Bottom line-ið var, að ef líkaminn, menn og dýr þörfnuðust einskis svefns, af hverju væri "þróunin" þá ekki búin að eyða þessarri svefnþörf. Af hverju leggst öll veröldin af verum í meðvitundarlítinn dvala, sem skapar þeim hættu..... ef líkami þeirra hefði ekki þörf fyrir það? Við höfum þróast í ýmsar áttir, en við höfum aldrei þróast frá syfju og þreytu eða þörf fyrir að sofa...... svo eitthvað point hlýtur að vera í þessum svefni......

Ég allavega tók þetta pínu alvarlega..... ég meina, ef ég í mínu starfi er að missa viðbragðshæfni vegna svefnvenja minna, eða ef ég er svona löt kannski og áhugalaus vegna svefnvenja minna...... man ég kannski ekki það sem mamma var að segja mér í gær, vegna þess að ég er búin að sofa svo lítið síðustu ár??? Mér fannst ég alvarlega þurfa að hugsa um eitthvað.....

Mér reiknast til, að ég hafi meira og minna verið vansvefta, (skv. skilgreiningu þeirra í USA) frá því að ég var 17 ára. Það gerir sem sagt 18 ár, hvorki meira né minna, sem ég hef sofið aðeins 6 tíma á sólarhring. Vissulega hef ég tekið tarnir og bætt þetta svefnleysi upp, með því að sofa stundum 12-14 tíma eftir næturvaktir, en samt..... samkvæmt þeirra skilgreiningu, þá á maður ekki að geta bætt svefn upp, ekki til langstíma að minnsta kosti. Og ef ég er langsvefnvana, upp á næstum 20 ár, á ég mér þá viðreisnar von? Er ég ekki bara varanlega greindarskert, illa haldin og minnislaus?

Ég verð nú að viðurkenna, að ég tek ekki mark á mörgu sem kemur frá USA, og sérstaklega ekki frá stöð sem á líf sitt undir fjárframlögum og auglýsingum. En samt sem áður fékk þessi þáttur mig til þess að hugsa aðeins um minn lífsstíl og hátterni..... kannski er eitthvað til í því að maður eigi að sofa 7-8 tíma á sólarhring. Kannski er maður aðeins betri í sínu daglega starfi og andlega atgervi ef maður fær betri næturhvíld?

Svo ég ákvað það, að þar sem ég hef nú yfirleitt ekki neitt sérstakt að gera eftir miðnætti, þ.e. þá daga sem ég er ekki að vinna eftir miðnætti.... þá mætti nú alveg láta reyna á þessa kenningu. Svo frá og með í gær, þá fer ég í rúmið fyrir kl. 24 á hverju kvöldi. (Sonurinn hélt að hann væri að missa vitið, þegar ég var mætt upp í rúm fyrir kl. 23 í gærkvöldi - svo alvarlega tók ég þessa frétt!). Ég ætla að verða afburða skýr, með gott minni, frábært skap og þolinmæði og ekki vott af þunglyndi. Ég ætla að prófa þetta í nokkrar vikur, og passið ykkur bara, ef þið sjáið mig hoppandi af gleði og orku á Laugaveginum..... já passið ykkur virkilega líka á djamminu, því ég mun muna ykkur og allt sem þið segið og gerið!!!

Já, bara í það heila, passið ykkur..... because I'll be watching, hearing you and remembering everything!! LoL

OOOooog..... nú er ég að renna út á tíma.....

Góða nótt!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Nú verð ég að fara fyr að sofa. Það er ástæðan afhverju ég er farin að vera svona hrikalega gleymin, takk fyrir þetta frænka!!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 26.3.2008 kl. 23:46

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Frábær þáttur 60 mínútur ég bloggaði um svipað í gær, eða mínar svefnvenjur.  Það er engin furða hvað maður er þvældur, á besta aldri og alltaf þreytt, og gleymin og of feit. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.3.2008 kl. 00:47

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

lets go to bed now

Hólmdís Hjartardóttir, 27.3.2008 kl. 01:00

4 Smámynd: Helga Linnet

Það þurfti nú enga prófessora eða heila rannsókn til að átta sig á þessu....þetta myndi ég segja meira svona "common sence". Þó svo að ég sé ekki NEMA að verða 34, þá hef ég reynt þetta með svefninn....en þar sem maður er búinn að "skemma" svo mikið af þessum vansvefta, þá er ég með gúbbífiskaminni og er búin að gleyma því jafn óðum að ég ætlaði að fara snemma að sofa  Fatta þetta yfirleitt allt of seint. ég er semsagt að sýna einkenni framheilaskaða

DAMN....læt áminningu á símann í kvöld kl 23

Helga Linnet, 27.3.2008 kl. 10:19

5 Smámynd: Sigrún Óskars

Takk fyrir þetta - þetta er merkilegt þótt maður hafi nú vitað eitthvað af þessu áður. En maður ætti að taka mark á þessu og hundskast í bælið á kvöldin.

Sigrún Óskars, 28.3.2008 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband