EFTIR-fermingu-tíminn runninn upp.....

Jæja, langir og góðir páskar búnir og ég var í fríi næstum allan tímann - fyrir utan fermingu sem heppnaðist ótrúlega vel á skírdag Smile Allt small vel saman; kirkjuathöfnin, matur, gestir, húsrými..... og auðvitað gjafirnar (séð frá bæjardyrum sonarins). En mikið var ég fegin þegar þetta allt var búið.

Ég gerði mér grein fyrir því, að ég var búin að búa til mitt eigið tímatal, sem kallaðist fyrir og eftir fermingu. Sem sagt, margir hlutir sem ég ætlaði að takast á mínar hendur EFTIR fermingu, og margar bækurnar sem ég ætlaði að byrja að lesa EFTIR fermingu, vinirnir sem ég ætlaði að hitta EFTIR fermingu og matarboðin sem ég ætlaði að halda EFTIR fermingu. Og nú er EFTIR komið, en ég er ekki enn byrjuð að lesa, sortera myndir í framköllun, bora í veggi fyrir myndum né farin út að hlaupa Frown

Reyndar var fjölskylda mín svo vinaleg við mig, að þau stungu mig öll af yfir páskana. Gamla settið og bróðirinn fóru að hlusta á Eagles í London (bara öfundsjúk!!) og systir mín og hennar skæruliðar eru í sólarfríi á Madeira. En ég efndi þó eitt EFTIR-fermingarheit og bauð góðum vini og syni hans í mat til okkar á páskadag. Og ég verð bara að segja að það heppnaðist ansi vel..... þótt ég hafi uppgötvað á miðjum páskadegi, að borðstofuborðið mitt var reyndar ennþá í foreldrahúsum eftir fermingaveisluna og þar sem ég á ekki jeppa til að ferja borðið á milli húsa, þá var farið niður í geymslu, gamla eldhúsborðinu dröslað upp í íbúð og dekkað upp.... og það kom bara ágætlega út líka, þótt það hafi verið ansi þröngt um matinn á því Tounge

Við mæðginin fórum í bíó á föstudaginn langa og sáum loksins Brúðgumann. Ég á varla orð til að lýsa því hvað ég var hrifin af þessarri mynd. Umhverfið (Flatey á Breiðafirði) er náttúrlega bara æðislegt, leikurinn og flestir leikarar stórkostlegir, sagan góð og svo var hún bara helvíti fyndin líka..... og ég hló svo mikið yfir mörgum atriðum, að sonurinn var farinn að hálfskammast sín fyrir kellinguna, mömmu sína Blush

En svo rann páskahelgin sitt skeið á enda og alvara lífsins tók aftur við, og þá er maður ekki lengi að renna ofan í sama gamla farið. En ég mun bara dvelja stutt í farinu í þetta skiptið, því nú er farið að vora og ég er farin að skipuleggja sumarið og fríið - og þá verður maður líklegast líka að koma sér í smá form, svo ég hef trú á því að vetrardrunginn sé að sleppa af mér takinu Tounge..... I can feel it, loksins......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Gott að vera búin að þessu. Til lukku með soninn. Allar á uppleið með aukinni birtu

Hólmdís Hjartardóttir, 26.3.2008 kl. 21:25

2 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Lilja G. Bolladóttir, 26.3.2008 kl. 21:32

3 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Til hamingju með strákinn!
Vonandi að maður fái að hitta ykkur einhverntíman bæði tvö.
Og það máttu eiga frænka, að þú ert góður penni!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 26.3.2008 kl. 22:30

4 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Takk, Róslín mín

Lilja G. Bolladóttir, 26.3.2008 kl. 22:53

5 Smámynd: Sigrún Óskars

til hamingju með strákinn og gott að allt tókst vel. Þetta er hellings áfangi að vera búin að ferma.

Sigrún Óskars, 28.3.2008 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband