Fyndin atvik á slysadeild.....

Okey, bara engan tíma haft til að blogga.... fermingarundirbúnigurinn á viðbúnaðarstigi 4, Mr. K. tók lengri tíma um helgina en reiknað var með og svo er mín búin að vera veik síðan á fimmtudag, samt án þess að missa dag úr vinnu- og/eða social lífi, bara á sýklalyfjum, nefspreyi og Panodili. Samt ennþá snörlandi og hóstandi með góðu bragði Errm Og svo bilaði músin, á glænýju flottu tölvunni minni ...... var bara alveg föst einhversstaðar á miðjum skjánum og ekkert hægt að hreyfa hana, svo það þurfti að grípa til aðgerða þar ofan í allar aðrar aðgerðir.

 Ætla ekkert að fara nánar út í neitt af ofangreindu, en ætla í staðinn að láta fljóta með nokkrar fyndnar athugasemdir sem féllu á "slysó" á síðustu dögum.....

1.) Eldri maður kemur inn í fylgd sonar síns. Maðurinn er með mjaðma"protesur" báðum megin, sem þýðir það, að hann hefur fengið gervimjaðmarlið settan í báðum megin. Snillingurinn ég, er að taka sjúkrasöguna hans, og segi við hann eins og ekkert sé sjálfsagðara: "Já, svo þú ert með GERVILIM báðum megin...... "

Veit ekki hvort gamli maðurinn heyrð þetta, en sonur hans gerði það allavega..... og sendi mér nokkuð skrýtið augnaráð..... Blush

2.) Deildarlæknir einn á slysó, með nokkurra ára starfsreynslu þar, var greinilega með hugann annars staðar, þegar hann sagði við einn sjúklinginn sinn: "Ég myndi vera svo GRAÐUR ef þú myndir snúa þér á hægri hliðina"...... LoL

3.) Og svo var það hæglátasta hjúkkan af okkur öllum, sem labbaði fram á biðstofu slysadeildarinnar til þess að kalla inn sjúkling, sem var af karlkyni og líka af eldra taginu. Hún rétti fram höndina til þess að heilsa honum, en hann sá það ekki, svo hún ætlaði að árétta það hátt og skýrt að hún vildi taka í SPAÐANN  á honum, en sagði til allrar óhamingju: "Ég ætlaði bara að fá að hrista SKAUFANN á þér!" LoLGrin

Já, Það er oft gaman í vinnunni og mikið hlegið að mörgu......

Þangað til seinna.....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Skemmtileg mismæli

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.3.2008 kl. 01:40

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Er þetta nú allt satt og rétt

Hólmdís Hjartardóttir, 19.3.2008 kl. 01:46

3 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

haha Grey þið að gera ykkur svona að fíflum, hahah

Róslín A. Valdemarsdóttir, 19.3.2008 kl. 01:48

4 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Já, engu logið á þessum bænum.... alveg dásamlega satt, rétt og fyndið!!

Lilja G. Bolladóttir, 19.3.2008 kl. 01:53

5 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Ha ha ha. . .   og hvernig höfum við það svo í dag

Guðrún Þorleifs, 19.3.2008 kl. 13:50

6 Smámynd: Sigrún Óskars

Bara skemmtilegt - enda létt "brjálaður" vinnustaður sem þú vinnur á. Mér fannst allavega gaman að vinna þarna um árið.

Sigrún Óskars, 19.3.2008 kl. 21:20

7 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Vil bara óska þér gleðilegra páska frænka

Róslín A. Valdemarsdóttir, 20.3.2008 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband