Viltu vera samvinnuþýð, vina mín?

Ekki langur svefn þetta, þennan sólarhring. Líklega svona sem vaktavinna fer með mann, en sem betur fer get ég sofið á morgun Wink ...... fyrir næstu vakt.

Ég lenti í því um daginn í vinnunni að þurfa að búa um allsvakalegt sár á ungri stelpu. Það vakti upp nokkrar minningar hjá mér..... nefnilega þegar ég hlaut sár, sem svipaði nokkuð til þessa.....

Það gerðist fyrir löngu síðan þegar ég var einhverju sinni að skemmta mér með nokkrum Verzló-vinkonum. Við ætluðum svo allar saman í partý á ákveðnum stað, en sá hængur var á, að við þurftum að klifra yfir hátt grindverk til að komast að partýstaðnum - og þetta grindverk var gert úr breiðum stálbútum sem enduðu í hvössum oddum. Ég þótti nú einna liprust, búin að eyða hálfri ævinni í fimleika, en einhverra hluta vegna stöðvaðist ég ofan á grindinni. Hinar stóðu fyrir neðan og sögðu mér að flýta mér, en ég sagði þeim aðeins að slaka á..... ég væri föst í einhverju þarna ofan á grindverkinu..... ég hélt kannski að gallabuxurnar mínar væru fastar í einhverju. Og svo lyfti ég mér upp á höndunum og ætlaði að kíkja nánar á þessa "flækju", en fann þá, að eitthvað sogaðist út úr aftanverðu lærinu á mér Sick Ég hafði þá gert mér lítið fyrir og "sest" ofan á einn af þessum járnoddum, sem stakkst á kaf inn í lærið á mér - án þess að ég hefði í rauninni fundið fyrir því. Ég fékk þetta djúpa sár í lærið sem blæddi einhver ósköp úr og buxurnar líkust því, að einhver hefði verið skotinn í þeim. Eitt stórt, hringlaga gat í buxunum með stærðar blóðpolli í kringum.....úff.

Ég fór einmitt á slysavarðsstofuna, en mín för var ekki til frægðar. Ég man, að ég var alls ekki edrú, og ég reifst og skammaðist út í allt og alla þarna. Ég grenjaði og gargaði og vildi sko ekki, að "einhver helv.... læknanemi" myndi sauma mig, og ég lá eins og alger ótemja á einhverjum bekk inni á nákvæmlega sömu stofu og ég nú sjálf þarf að taka á móti fólki í nákvæmlega sama ástandi.

Ó guð, hvað maður getur skammast sín. Ég er alveg viss um, að sá læknir sem saumaði mig svo á endanum, er einhver af þeim sem ég hef unnið nokkuð mikið með núna..... svona miðað við ártöl þá giska ég á karlkyns lækni sem er fæddur '63-'65 og ég held að ég hafi "pretty much" unnið með þeim flestum einhvers staðar Blush 

Þetta gerir kannski ekki svo mikið til núna, það er nú langt um liðið, en ég hef samt oft, í gegnum tíðina, spáð í hvaða læknir þetta gæti hafa verið. Það hjálpar manni samt óneitanlega, þegar maður er að eiga við drukkið, óalandi fólk, að muna samt...... að þau eru líka bara manneskjur. Kannski meira að segja bara litlar, hræddar manneskjur - með stæla Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Égþyrfti að vera meðvitundarlaus til að fara in á slysó undir áhrifum

Hólmdís Hjartardóttir, 18.1.2008 kl. 09:07

2 Smámynd: Helga Linnet

Sem betur fer aldrei lent í því að fara á slysó á ölleríi....en ég skil alveg hvað þú ert að fara

Helga Linnet, 18.1.2008 kl. 13:59

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það er gott að hafa skilning á ástandi fólks, þegar það lendir á spítala

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.1.2008 kl. 01:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband