Pabbahelgar....

Ekki er nú öll vitleysan eins. Ég sit hér kl. 2:30 um nótt, þegar ég ætlaði að vera búin að snúa sólarhringnum við...... og svo ætlar Ástþór að bjóða sig aftur fram sem forseta. Hefur maðurinn ekki ennþá skilið að þjóðin vill hann ekki og hvernig er þetta með lýðræðið? Er þetta ekki hluti af lýðræðinu, þ.e. að við höfum hafnað honum tvisvar, og er honum þá stætt á því að bjóða sig fram í þriðja skiptið?? Ef engir aðrir frambjóðendur koma fram, á þá að eyða peningum okkar skattborgara í formlegar kosningar, sem allir vita niðurstöðuna úr fyrirfram? Ekki vegna þess að ég sé sérstakur aðdáandi Ólafs Ragnars, en held að hann hafi staðið sig ágætlega, eftir á að hyggja. Ég veit allavega hvar mitt atkvæði liggur, standi valið milli þessarra tveggja.

Er að fara í brúðkaup á morgun hjá vinkonu minni. Í einhverri fljótfærni bauðst ég til að halda ræðu, en hún virðist ekki koma eins auðveldlega fram og ég hélt fyrirfram. Ég hélt að ég myndi bara hrista hana fram úr erminni, en er að fá vægt kvíðakast yfir þessu uppátæki núna þegar engin orð streyma fram. En vissulega er hægt að hafa stærri áhyggjuefni en eina ræðu Woundering Bara fá sér góðan hvítvínssopa fyrst!!

Ég hugsa að við gerum bara djamm úr þessu, við María vinkona, enda kominn tími á endurfundi hjá okkur. Báðar barnlausar þessa helgi og báðar í tjúttskónum! Þessar pabbahelgar geta vel talist til betri uppfinninga, þótt reyndar ég hafi notað þær betur fyrr í tíðinni, þegar drengurinn var yngri. Þá taldi maður dagana að helginni niður, hafði alltaf einhver rosaleg plön og var dauðþreyttur að taka við barninu aftur eftir helgina, en núna...... þá bara eiginlega sakna ég þess að hafa hann ekki þessar helgar - ætli maður sé þá loksins að þroskast eða er þetta bara merki um að ég er að eldast?? Undecided

Þarf að hugsa það mál aðeins.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég gæti ekki verið meira sammála þér, ég bloggaði einmitt um Ástþór og þetta þreytandi framboð hans rétt á undan þér.  Það er líka pabbahelgi hjá mér

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.1.2008 kl. 03:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband